Síðast uppfært: 08.11.2024
Velkomin á Armory.is (hér eftir „vefsíðan,“ „við,“ „seljandi,“ eða „okkur“). Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú eftirfarandi skilmála og skilyrði. Vinsamlegast lestu þá vandlega.
1. Almennt
Armory.is er netverslun, í eigu Private Hire Iceland ehf, sem selur skotvopn, hluti fyrir vopn og skyldar vörur. Seljandi vörunnar á vefsíðunni er Private Hire Iceland ehf. Öll verð í netversluninni eru með 24% virðisaukaskatti. Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Í tilvikum þar sem um er að ræða leyfisskyldan varning, þá er leyfishafi eigandi og ábyrgðarmaður vörunar. Allar upplýsingar sem við gefum upp á þessari vefsíðu eru í upplýsinga- og söluskyni. Armory.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt.
2. Skilyrði Fyrir Kaup
Til að kaupa skotvopn eða annan búnað frá Armory.is verður þú að:
- Vera a.m.k. 18 ára gamall/gömul.
- Hafa gilt skotvopnaleyfi gefið út af íslenskum yfirvöldum (ef við á).
- Uppfylla allar lögbundnar kröfur til kaupa á vopnum eða öðrum hættulegum varningi.
Við áskiljum okkur rétt til að biðja um staðfestingu á aldri og skotvopnaleyfi áður en við sendum pöntun þína. Leyfisskyldar vörur verða ekki sendar á annan aðila en þann sem skráður er fyrir skotvopnaleyfinu. Sé skotvopnaleyfisnúmer og/eða afrit af skotvopnaleyfi ekki sent á pantanir@armory.is er ekki hægt að afgreiða pöntunina í heild sinni.
3. Ábyrgð Kaupanda
Kaupandi ber ábyrgð á því að nota vörur sem keyptar eru á vefsíðunni á lögmætan og öruggan hátt. Kaupandi skal tryggja að hann/hún þekki og fylgi öllum lögum og reglugerðum er varða vörur sem keyptar eru af Armory.is. Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar.
4. Sendingar og Afhending
Við sendum vörur innan Íslands, með ákveðnum undantekningum eftir vörutegund og afhendingarstað. Afhendingartími getur verið mismunandi eftir pöntunum og vörum, og við reynum að tilkynna um afhendingartíma eins fljótt og auðið er. Öllum pöntunum dreift af Íslandspósti og Dropp gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar viðkomandi flutningsaðila um afhendingu vörunnar. Armory.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Armory.is og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
- Sendingarkostnaður: Sendingarkostnaður er mismunandi eftir sendingarmáta, staðsetningu og þyngd pöntunar.
- Afhendingartími: Venjulega innan 7 daga frá staðfestingu pöntunar en fer eftir leyfisskyldum vörum, lagerstöðu og afhendingarleið.
- Biðpöntun þýðir að vara sé ekki til á lager en í pöntun og verður send í póst um leið og mögulegt er.
- Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvöru ef að varan er uppseld.
- Seljandi afhendir vörur einungis innan Íslands.
5. Skilaréttur, Endurgreiðslur og gallar
Þar sem vopn og tengdar vörur eru sérstakur varningur, gilda eftirfarandi reglur:
- Vöruskil: Kaupandi hefur 14 daga til að skila vörum gegn framvísun kvittunar. Vörur verða að vera í ónotuðu ástandi, í upprunalegum óopnuðum umbúðum og söluhæfu ástandi til að hægt sé að skila þeim. Ef vara er sérstaklega innsigluð þá verður það að vera órofið. Algjört skilyrði er að allir aukahlutir séu með vörunni.
- Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.
- Endurgreiðslur: Endurgreiðslur eru í boði fyrir vörur sem er skilað innan 14 daga frá móttöku, að því gefnu að þær uppfylli endursöluskilyrðin.
- Sérpantanir og vörur sem keyptar eru útlitsgallaðar eða á lækkuðu verði er hvorki hægt að skipta né skila.
- Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd nema vegna galla eða afgreiðslumistaka.
- Ef að vara er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna mun seljandi bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa en það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Tilkynning á galla verður að berast skriflega. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð
Við áskiljum okkur rétt til að fara með skilavöru til skoðunar á verkstæði fyrir endurgreiðslu eða útskipti. Þetta ákvæði hefur ekki áhrif á lögbundinn rétt neytenda til að skila gölluðum vörum.
6. Takmörkun á Ábyrgð
Armory.is ber ekki ábyrgð á skemmdum eða slysum sem kunna að eiga sér stað vegna rangrar eða ólögmætrar notkunar á vörum keyptum í gegnum vefsíðuna. Við ábyrgjumst ekki að vefsíðan muni alltaf vera laus við villur eða vera aðgengileg án truflana. Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Vöruúrval getur verið mismunandi milli vefverslunar og verslunar. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni. Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við neytendakaupalög og miðast við kaupdagsetningu til einstaklinga utan atvinnustarfsemi. Ef um ræðir sölu á vöru til fyrirtækis (atvinnustarfsemi) er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsettningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar. Ábyrgðin fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. Seljandi er ekki skuldbundinn til að taka þátt í viðgerðarkostnaði, gefa afslætti, skipta út vöru o.s.frv. eftir að ábyrgðartíma lýkur.
7. Persónuvernd
Við virðum friðhelgi þína og göngum frá persónuupplýsingum í samræmi við persónuverndarstefnu okkar.
8. Breytingar á Skilmálum
Við áskiljum okkur rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er. Breytingar taka gildi við birtingu á vefsíðunni.
9. Lögsaga og Deilumál
Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Þar á meðal en ekki einungis:
- Vopnalög
- Lögræðislög
- Persónuverndarlög
- Lög um neytendalán
- Lög um lausafjárkaup
- Lög um neytendakaup
- Lög um samningsgerð
- Lög um rafræn viðskipti
- Lög um neytendasamninga
- Reglugerð um skotvopn, skotfæri o.fl.
Leysa skal öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef reynist ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu. Ef upp kemur deilumál um túlkun eða framkvæmd þessara skilmála skal það leyst fyrir íslenskum dómstólum í lögsagnarumdæmi seljanda.
10. Hafa Samband
Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir varðandi skilmála þessa, vinsamlegast hafðu samband við okkur á armory@armory.is